Ójá, er það svo?

Ég væri trúlega alveg jafn hrifinn af þessu og flestir aðrir ef að ég ekki hefði heyrt og séð þessa frétt fyrir um það bil 10 árum. Þá var líka ráðherra og gott ef ekki forseti líka staddir við athöfn þegar vetnisbílum var hleypt af stokkunum og aðstandendur lýstu því fjálglega yfir að innan örfárra ára yrði bæði bíla- og skipafloti Íslands knúinn með vetni og öll olíukaup væru úr sögunni. Ekki var að heyra að nein ljón væru í veginum, bara að einhenda sér í þetta.

Það var skrifað um þetta hér í sænskum blöðum og var ég að sjálfsögðu mjög rogginn og upp með mér yfir snilld minnar þjóðar og benti óspart Svíum á að lesa þessar fréttir. Síðan þá hef ég neyðst til að fara undan á flæmingi þegar ég er inntur eftir því hvort þetta hafi ekki allt gengið eftir og Ísland þar af leiðandi hætt að flytja inn olíu.

Ég hef verið að reyna að spyrja umhverfisfrömuði og tæknimenn á Íslandi á hverju standi og orðið fátt um svör en mér hefur skilist að það sé langt frá því að menn hafi leyst tæknileg vandamál og kostnaðarspursmál í sambandi við notkun vetnisbíla.

Þið megið ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist þetta framtak ekki jákvætt. Mikil ósköp. Ég er bara að biðja um að menn séu raunsæir og gleymi sér ekki í glaðhlakkalegri bjartsýni yfir hlutum sem kannske ekki eru svo einfaldir og kannske sýna sig ekki gerlegir heldur. Og líka fer dáldið í taugarnar á mér að sjá ráðherra og forseta vera að baða sig í kastljósinu og láta mynda sig í bak og fyrir rétt eins og þeir séu sjálfir upphafsmenn og frumkvöðlar að einhverri tærri snilld.

Af einhverjum ástæðum varð alla vega ekkert úr þeim áformum fyrir 10 árum að vetnisvæða bæði bíla og skip þó bæði stjórnvöld og aðrir sem komu að þessu fullyrtu að það myndi verða gert á næstu 5 árum.

Ég vona að í ljósi þess sem ég hef skrifað hér að ofan að mér leyfist að vera dálítið skeptískur og ekki nálægt því eins upprifinn og fyrir 10 árum. Ég hef t.d. hugsað mér að halda þessari frétt algjörlega leyndri fyrir sænskum vinnufélögum mínum...


mbl.is Ráðherra afhenti 10 vetnisrafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Bragi Sigurðsson

Höfundur

Jón Bragi Sigurðsson
Jón Bragi Sigurðsson
Er aðallega hér til þess að geta kommenterað á önnur blogg en þó er aldrei að vita nema ég skrifi hér eitthvað gáfulegt í framtíðinni ef andinn kemur yfir mig.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband