1.6.2010 | 21:01
Pravda og Pétur Tyrfingsson
Pétur Tyrfingsson fer mikinn á bloggi sínu í dag þar sem hann hafi orðið fyrir því sem hann kallar "býsna frekt og heldur ósvífið" en lætur þess þó getið að undanfari þess hafi verið það sem hann nefnir "óþokkabragð" hjá sjálfum sér...
Þannig er mál með vexti að hann tók uppá því á sinni síðu að fara inní mín komment og breyta þeim og skrifa ný í mínu nafni þar sem hann mærði sjálfan sig og sína snilli í besta Pravda-stíl.
Mér datt í hug að prófa hvort að honum þætti það jafn sniðugt ef hann sjálfur yrði fyrir því að honum væru lögð orð í munn.
Ég hef ekki verið að krefja hann um eitt eða neitt annað en það að hann reyni að vera ögn heiðarlegur. Sá maður sem er/hefur verið í Samfylkingunni og meira að segja í prófkjöri þar álít ég að sé úlfur í sauðagæru þegar hann segir ekki hreint út að hann sé sannfærður marxisti/kommúnisti/trotskyisti eða hvað það heitir. Hann bar fyrir sig peningaleysi í prófkjörinu þ.e. að hann hefði ekki efni á að kynna sig en neitaði þó þráspurður á sínu eigin öldungis ókeypis bloggi að skýra pólitíska afstöðu sína. Heldur en að svara því þá þurrkaði hann út mín komment.
Ef hann ekki þolir þá gagnrýni þó sjálfur sé hann stórorður og orðljótur í annarra garð þá væri nú heiðarlegast af honum að útiloka mig (sem hann hefur reyndar gert núna) í stað þess að vera að falsa innlegg í annarra nafni.
Hver getur nú trúað því að þau komment sem eru inná hans síðu séu ekta? Er ekki jafn líklegt að hann sjálfur hafi baukað við að skrifa þau á síðkvöldum? Þetta virðist vera sú ættarfylgja kommúnista sem þeim gengur illa að losna við þ.e. að láta sig sannleikan litlu skipta. Tilgangurinn helgar ávallt meðalið í þeirra augum eins og dæmin hafa sannað í nær 100 ár.
Um bloggið
Jón Bragi Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.