Ekkert mál!

Ég legg til að lífeyrissjóðrnir kaupi allar fasteignir sem eru á markaðnum og láti þar að auki byggja svona eins og tvöþúsund íbúðir í viðbót og tíu verslunarmiðstöðvar. Það er ekki hægt að hafa fleiri hundruð arkitekta atvinnulausa eða hvað?
mbl.is Líf þarf að komast í fasteignamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég hygg að verði Icesave samningarnir samþykktir á þingi gerðum við best í því að ríkið hirti lífeyrissjóðina. Réttindi héldust, en flæðið breyttist í gegnumstreymi sjóði. Erlend eign sjóðanna fari þá í Icesave og innlend í skuldaniðurfellingar og til styrkingar fyrirtækja. Ríkið þurfi samt að halda áfram trylltum niðurskurði, sem mótvægi við tryllta útþenslu sína síðustu árain.

Verði Icesave flellt, liggur mér við að segja...gerum það sama, nema erlend eign sjóðanna fari í gjaldeyrisforðann.

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég held að þú hljótir að vera að grínast eða að reyna að æsa mig upp:)

Það sem þú ert að leggja til er einfaldlega eignaupptaka og þjóðnýting.

Átt þú ekki annars eða kannske börnin þín einhvern sparireikning sem hægt væri að þjóðnýta og nota í þágu góðra málefna?

Og þrátt fyrir allt eru til fyrirtæki á landinu sem ganga bærilega og græða peninga. Þjóðnýta draslið strax!

"Stalín er ekki hér" hét leikrit sem einu sinni var á fjölunum hér. Mér sýnist vera kominn tími fyrir nýtt leikrit; "Stalín er hér"!

Jón Bragi Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Í nánast öllum nágrannalöndum okkar, til austurs, eru lífeyrisréttindi gegnumstreymis"sjóðir". Þetta er afskaplega einfalt í framkvæmd.

a) Þú borgar 4% af laununum þínum í lífeyrissjóð vinnuveitandi 6-8% (samningsatriði) á móti þér. Það fær að malla í ávöxtun hjá misspilltum lífeyrissjóðum sem kaupa í fyrirtækjum og sjóðum, að einhverju leiti háð sposslum, og að lokinni starfsævinni færðu þína ávöxtun...(þetta er einfaldaða myndin...stór skerfur fer í öroskubætur..o.s.fr.v.).

b) og þá sem gegnumstreymi.
Þú borgar eftir sem áður, en sá peningur fer í að greiða þeim sem þegar hafa unnið sér inn réttindi ellilífeyri. Á skattaskýrslu þinni kemur fram hversu mikið þú ert búin að greiða árinu í lífeyri. Þú safnar þér þar inn réttindum (svindlir þú undan skatti er það eins og í dag...minna fer í söfnun). Þegar þú verður ellismellur færðu greitt í samræmi við uppsöfnuð réttindi af þeim sem þá eru á vinnumarkaðnum.

Það eins sem breytist er það að við losnum við spillta lífeyrissjóði, við losnum við áhrif þeirra inn í fyrirtæki (í krafti eignaraðildar þeirra og stjórnarsetu).

Það sem samt þarf að gera er að tryggja velferð barnafólks og tryggja að við lendum ekki í sama fari og miðevrópuþjóðirnar í fæðingartíðni. Ef við breytum samfélagsforminu í þá áttina, stöndum við sterk til framtíðar og lendum ekki undir hjólum kúgarara okkar sem hirða vilja þetta sker með manni og mús.

Þannig að nei...ég er ekki að grínast, ég held við verðum að grípa þennan varsjóð okkar núna og ekki leyfa því að gerast að landið breytist í auðn

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Við verðum víst seint sammála um þetta. Þrátt fyrir allt held ég að lífeyrissjóðirnir séu betur komnir þar sem þeir eru. Mér líst ekki á að þessu verði hent í ríkishítina og að ríkið síðan skammti okkur úr hnefa eftir geðþótta. Við sjáum hvað ellilífeyrisþegar og öryrkjar hafa haft uppúr því.

Og þetta er líka spurning um eignarrétt. Það samfélag sem ekki virðir eignarréttinn er á hættulegri braut.

Og ég er alfarið á móti því að þessir sjóðir séu að reka fyrirtæki og skipta sér af landsmálum yfirleitt.

Í Svíþjóð þar sem ég bý eru lífeyrissjóðirnir útaf fyrir sig og ávaxta peningana sjálfir og er þeim harðbannað að vera í atvinnurekstri eða að láta önnur sjónarmið ráða en trygga geymslu og ávöxtun þessarra peninga í umboði eigenda þeirra.

"Grípa varasjóðinn okkar". Þetta er einginn varasjóður "okkar"! Þetta eru peningar þeirra sem greitt hafa í þá og ekkert annað. Ekkert frekar en sparireikningurinn þinn.

Sá maður sem er sannur hægrimaður finnst mér að eigi ekki að láta sér detta svona eignaupptöku í hug...

Jón Bragi Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lífeyrissjóðir
Þetta eru ekki tímar frelsis lengur. Frelsið er hvergi að sjá. Fresli okkar til sjálfstæðis er í mikilli hættu. Það steðjar mikil hætta að landinu og alveg eins og maður sem lendir í lífshættu, eigum við rétt á að verja okkur.
Ísland er í raun og veru  í þeirri aðstðjandi hættu að missa allt úr höndum sér. Þjóðargjaldþrot er nær, virðist vera, en manni hafði nokkurn tíma grunað. Verði þjóðargjaldþrot, verða lífeyrissjóðirnir lítils virði. Þá nýtast þeir ekki. Sé á hinn bóginn hægt að nýta þá til að afstýra vandanum, leyfa þeim sem safnað hafa í sjóðina að halda sínum réttindum, þ.e. að framtíðar launþegar greiði þeim (eins og gert er í öðru löndum) má vera að hægt sé að lifa þessa gjörninga af.
En að lífeyrissjóðirnir kaupi fasteignir og leggi vegi...ég sé það tæplega sem lausn.

Þjóðargjaldþrot
Þetta gengdarlausa bull sem Icesave samningurinn er, lyftir undir vangaveltur eins og þær sem Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir viðra um að etv. sé þjóðargjaldrot að verða skárri valkostur.

Ég fletti upp á Ecuador í Wikipedia, en þaðan hafði ég haft spurnir af því að þeir ákváðu að hætta að greiða vexti í lok 2008. Þar er nú hægt að sjá að Ecuador er að semja um skuldabréf sín við lánadrottna og er að greiða 30-35% af andvirði þeirra, eru sem sagt að kaupa þau aftur á niðurfelldur verði. Þetta er í mínum huga farið að vera vallkostur, þó ekki hafi ég þekkingu (ennþá) til að dæma um hver öll raunveruleg áhrif slíks gjörnings eru.

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

En Jón Bragi...hægri vinstri...við erum komin út fyrir kortlagða vegi núna....þetta snýst um það að lifa þetta óveður af. Ég vill sjá hér stjórnn xV+xO+xB+xD..sem sagt þjóðholla stjórn sem fyrir vikið þarf að skilja Samfylkinguna eftir, enda eintómir trúvillingar á ferð þar.

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ef lífeyrissjóðirnir eru í öruggri geymslu erlendis þá koma þeir til með að nýtast mér ágætlega. Mun betur hef ég trú en ef þeir væru þjóðnýttir af gjaldþrota ríki.

Ef landið er svona illa statt, þá held ég að þessi aðkoma lífeyrissjóðana sé eins og skvetta úr hálfri vatnsfötu. Eldurinn slökknar ekki en vatnið er horfið.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 01:45

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þetta um að lífeyrissjóðirnir kaupi fasteignir var náttúrlega háð af minni hálfu. Mér finnst það álíka fáránlegt og annað sem stungið hefur verið uppá að gert sé við lífeyrissjóðina...

Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Bragi Sigurðsson

Höfundur

Jón Bragi Sigurðsson
Jón Bragi Sigurðsson
Er aðallega hér til þess að geta kommenterað á önnur blogg en þó er aldrei að vita nema ég skrifi hér eitthvað gáfulegt í framtíðinni ef andinn kemur yfir mig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband