Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2009 | 20:23
Hvurn dj... er Mogginn að meina??
Moggin skrifar; "Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk sem tengist stjórnmálum og bankahruninu verður fyrir ónæði af þessum toga."
Davíð sagði í viðtali á Skjá 1 hér um daginn að hann bæri ekki meiri ábyrgð á bankahruninu en hver annar Íslendingur þannig að ég veit ekki hvað þessar ásakanir Moggans eiga að þýða. Sé ekki betur en hér sé ómaklega vegið að sómakærum manni sem um áraraðir hefur leidd þjóð sína til farsældar bæði í stjórnmála og fjármálalegu tilliti...
Egg og níð á hús Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2009 | 20:02
Nú er ég hoppandi vondur!
Þetta þykir mér alveg makalaust. Voru lífeyrissjóðirnir virkilega stofnaðir til þess að vera einhver björgunarstofnun fyrir fyrirtæki sem eru komin með sín fjármál í óefni? Ég held ekki. Ég hélt að þeir væru stofnaðir til þess að við sem höfum lagt 10-12% af launum okkar í þá gætum átt áhyggjulaust ævikvöld. Og ég var reyndar að lesa í lögum um lífeyrissjóði að þeir ættu að ávaxta þetta fé á sem öruggustan hátt og ekki taka neina óþarfa áhættu.
En það er ekki að sjá að stjórnendur þeirra séu á sömu línu og ég. Raunar virðist sem að harla fáir séu á sömu línu og ég í þessu máli. Sárafáir launþegar svo ekki sé nú talað um forystumenn þeirra virðast hafa nokkuð að athuga við þær hugmyndir að taka fé lífeyrissjóðanna úr öruggri ávöxtun erlendis og henda þeim í meira eða minna gjaldþrota fyrirtæki og atvinnubótavinnu.
Sjálfur Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða virðist alla vega ekki hafa neinar áhyggjur af málunum: "Hann telur þó líklegt að lánin verði á ákjósanlegum vöxtum og hagstæð fyrir lífeyrissjóðina." Það er sem sagt "líklegt" en eingan veginn öruggt og ekki að sjá að honum finnist það skipta neinu máli í sjálfu sér. Honum finnst greinilega miklu meira gaman að leika jólasvein með peningana okkar en að vera að hafa einhverjar áhyggjur af því hvað verði eftir í sjóðnum þegar kemur að því að greiða okkur sem eigum þessa peninga lífeyri...
Lífeyrissjóðir hlaupa undir bagga með Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2009 | 20:54
Með ólíkindum!
Var að horfa á þetta viðtal. Það er alveg með ólíkindum hvað blessaður maðurinn getur látið útúr sér, og komist upp með það.
Spurt var hvort hann teldi sig bera einhverja ástand á bankahruninu. Svarið var á þá leið; Við berum öll einhverja ábyrgð og ég þá að sjálfsögðu líka. Spyrill: En hefur þú ekki verið æðsti eða meðal æðstu manna undanfarin 50 ár? Svar: Ég varð forsætisráðherra árið 91 og hófust þá miklir frjálsræðistímar og uppgangur mikill meðal þjóðarinnar. Og...? hugsaði ég, en það var ekki spurt meir.
Ég fór að hugsa; var hann kannske laungu hættur í pólitík þegar Landsbankinn var seldur og keyptur með peningum úr hinum ríkisbankanum og aldrei borgað? Davíð er svo ótrúlega brattur eitthvað og sannfærandi að ég fór stórlega að efast um mitt eigið minni. Var hann kannske ekki seðlabankastjóri heldur? Ég hreinlega varð að fara á Wikipedia til þess að taka af allan vafa. Og jú, þar stendur reyndar þetta: "Davíð Oddsson (fæddur 17. janúar 1948) er íslenskur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004 lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009.
Svo komu gullkornin hver af öðru. Hann er til dæmis að safna saman gögnum sem sýna að Seðlabanki Íslands vissi af aðsteðjandi bankakreppu og heimskreppu laungu á undan öllum öðrum bönkum heims. Nýr Nostradamus er upprisinn mitt á meðal vor
En hvað sem að öðru leiti hægt er að segja um Davíð, þá myndi ég vel treysta honum til að þegja yfir leyndarmálum...
Og gengi íslensku krónunnar var á uppleið en hríðféll þegar "gerð var aðför að seðlabankanum" eins og hann kallar það þegar honum var loksins komið þaðan út. Gengi íslensku krónunnar er sem sagt háð því hvort Davíð Oddsson dinglar sér í aðal stólnum í Seðlabankanum eður ei
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 12:53
DO er maður framtíðarinnar
Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...
Engar upplýsingar um gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 21:16
Pælingar í þessu sambandi
Mér þykir þetta nokkuð hæpnar ályktanir sem dregnar eru af þessari rannsókn. Það stendur í fréttinni að um 2700 konur hefðu tekið þátt í henni. En annars staðar sá ég að það hefðu verið sendar út spurningar til u.þ.b. 7500 kvenna en aðeins fengist svör frá 2700. Er hægt að draga þá ályktun að 1/4 kvenna hafi orðið fyrir ofbeldi út frá því.
Andlegt ofbeldi er líka mjög teygjanlegt hugtak. Þá sá ég einnig að stór hluti þeirra kvenna sem orðið hefur fyrir ofbeldi eigi við sálræna erfiðleika að stríða og/eða áfengis eða fíkniefnavandamál að etja. Spurningin er hvort það séu afleiðingar ofbeldisins eða kannske að einhverju leiti orsök. Ekki misskilja mig á þann hátt að ég sé á nokkurn hátt að réttlæta eða afsaka ofbeldi.
En ég hef kynnst konum af eigin raun sem bera sig illa undan ofbeldi eigin- eða sambýlismanna og reynt að hjálpa til á allan hátt en áður en langt um líður eru þær komnar til hans aftur eða búnar að finna einhvern álíka og ég hef staðið ráðalaus og hreinlega gefist upp þegar ég sé þetta endurtaka sig hvað eftir annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 11:00
Ekkert mál!
Líf þarf að komast í fasteignamarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.7.2009 | 10:50
Röfl er þetta!
Segja fjárlög mannréttindabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 08:34
Það var og...
Þegar einginn vill lána út peninga og lánshæfni Íslands er komin í sama flokk og Zimbabwe þá er náttúrlega aldeilis gráupplagt að ganga í lífeyrissjóðina.
Þeir eru nefnilega þeim kostum búnir að það þarf ekkert að vera að þvælast í smáatriðum eins og þeim að spyrja eigendurna um leyfi.
Ég sem einn af eigendum lífeyrissjóðanna sendi fyrirspurn um hvernig þessum lánamálum yrði háttað til Landssambands lífeyrissjóðanna um leið og ég sá þennan stöðugleikasáttmála og þarf varla að taka það fram að enn hefur ekkert svar borist.
Það er náttúrlega mun skemmtilegra að leika jólasveininn með þessa peninga í fjölmiðlun en að vera að svara einhverju leiðindapexi frá eigendum þeirra.
P.s. Sjá einnig álit mitt um þetta hér að neðan.
Setja 100 milljarða í framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 22:43
Best geymt hjá andsk...
Ég get því miður ekki samglaðst Jóhönnu að öllu leiti. Mér sýnist augljóst að enn og aftur eigi að fara að gambla með lífeyrissjóðina og setja til hliðar það aðalhlutverk, og reyndar eina hlutverk þeirra samkvæmt lögum, sem er að ávaxta peninga okkar lífeyrissjóðseigenda á sem tryggastan hátt.
Í sáttmálanum má finna eftirfarandi:
Í grein 4. Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu sáttmálanum stendur m.a. þetta (og hef ég strikað undir og feitletrað það sem mér þykir athyglisverðast): "Ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir sbr. minnisblað vegna verklegra framkvæmda dags. 16.06.2009 o.fl. með sérstakri fjármögnun. Stefnt skal að því að viðræðum ríkisstjórnar og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september 2009."
Það skal með öðrum orðum hafa hraðan á og vera búið að komast í þessa peninga að tveimur mánuðum liðnum.
Í grein 9. Málefni lífeyrissjóða stendur hins vegar: "Að óbreyttu hvílir sú lagaskylda á sjóðunum að endurskoða fjármögnun þeirra og/eða skerða réttindi sjóðsfélaga. Aðilar eru sammála um að gera ráðstafanir til að unnt sé að fresta slíkum ákvörðunum að sinni á meðan unnið er að heildarendurskoðun."
Þetta verður varla skilið öðru vísi en að menn séu meðvitaðir um lagaskyldu sjóðanna en séu allir af vilja gerðir að trufla það og tefja að þeir sinni henni. Og hvenær lagaskylda er lagaskylda og hvenær hún "hvílir að óbreyttu" þætti mér fróðlegt að vita og hver munurinn er á lagaskyldu og "lagaskyldu að óbreyttu". Þetta þykir mér vægast sagt heldur skuggaleg áform.
Þetta hafði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða að segja í ávarpi á aðalfundi Landssamtakana nú í vor:
"Stjórnvöld óskuðu eftir aðkomu lífeyrissjóðanna við upphaf bankakreppunnar og fóru fram fundir forystusveitar lífeyrissjóðanna með nokkrum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október sl. Erindi stjórnvalda var að óska eftir því að sjóðirnir flyttu heim um 50% af erlendum eignum sínum að verðmæti á þáverandi gengi um 250 milljarðar króna. Boðað var til mjög fjölmenns fundar á vegum LL fyrr á laugardeginum áður en haldið var á fund ríkisstjórnar nýjan leik. Sjóðirnir tóku vel í þessa málaleitan stjórnvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í ályktun. Ekki reyndi þó á þennan velvilja lífeyrissjóðanna þegar í ljós kom að morgni mánudagsins 6. október sl. að vandi fjármálafyrirtækjanna var mun meiri en reiknað hafði verið með."
Arnar og kó voru semsagt tilbúnir í -og virðist þykja leitt að hafa ekki fengið að framkvæma þennan "velvilja"- að taka heim 250 milljarða og henda þeim í bankasukkið rétt áður en allt hrundi og gengi krónunar féll með 50% sem hefði þýtt að 125 milljarðar af þessum peningum hefðu horfið á einu bretti. Og þessir sömu menn sitja enn við stjórnvölinn í lífeyrissjóðunum og virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta heldur á að grípa það tækifæri sem gefst núna til að henda lífeyrissjóðnum okkar í atvinnubótavinnu í hagkerfi sem er hrunið og með ónýtan gjaldmiðil, sem eingöngu er hlegið að erlendis og fæst ekki einu sinni skipt.
Þetta háttalag minnir mig á sögu af bónda einum við Breiðafjörð sem varð fyrir því óláni að allar hans kindur flæddu á skeri nema sú vænsta, mórauða. En var kall þá orðinn svo reiður að hann tók hana og grýtti henni í sjóinn með þeim orðum að "hún væri best geymd hjá andskotanum líka"!
Til hamingju með sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Bragi Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ekki hef ég hundsvit á skógi eða skógrækt. Eina trjátegundin sem ég þekki með vissu er jólatré.
Hins vegar tók sig upp gömul saga þegar ég skoðaði skógræktarmyndirnar:
Elísabet bretadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands um árið á forsetatímabili Vigdísar og var eins og aðrir þjóðhöfðingjar drifin til Þingvalla og látin planta tré í Vinaskóginum sem Vigdís hafði stofnað til. Og þar stóð Hennar Hátign mitt í skóginum með plöntuna í höndunum og glápti í allar áttir og spurði svo: "Where is the wood?"
og Vigdís svaraði: "Look out you are stepping on it"!!